9. - 15. ágúst, 2019

Strengir og píanó

Einkatímar - hóptímar - masterklass - sólótónleikar - strengjasveit

íslenskir og erlendir kennarar


Þátttakendum í yngri deild gefst kostur á:

  • 3 einkatímum (30 mín)
  • 6 hóptímum
  • strengjasveit
  • einum masterklass fyrir sitt hljóðfæri (valdir nemendur leika í masterklass)
  • æfingu með undirleikara
  • spila sólóverk og/eða kammerverk á tónleikum
  • spunanámskeiði með Gretu Salóme
  • Píanó Plús námskeiði fyrir píanónemendur

Í yngri deild fá nemendur daglega hópkennslu í tæknitímum, einkatíma, strengjasveit og masterklassa. Sumir masterklassar verða kenndir af gestakennurum úr eldri deild og farið verður í heimsókn í masterklassa eldri deildar. Í lok námskeiðs verða leikin sóló- og kammeratriði á tónleikum. Þátttakendur munu koma fram á lokatónleikum Akademíunnar 14. júlí í Hörpu.

Námskeiðið er ætlað áhugasömum tónlistarnemum á aldrinum 8-14 ára sem eru að ljúka grunnnámi eða eru komnir áleiðis í miðnámi (fiðla: Vivaldi a-moll, selló: Danse Rustique). Mælst er til þess að foreldrar komi með á viðburði og séu barni sínu til halds og trausts á námskeiðinu eftir þörfum.

Boðið er upp á námskeiðið Dansað á strengjum, tónlistarspuna með dansívafi þar sem hrynur gegnir mikilvægu hlutverki. Leiðbeinendur eru Greta Salóme Stefánsdóttir og Chrissie Guðmundsdóttir

Píanónemendum býðst þátttaka í Píanó Plús námskeiði Dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur, 3ja tíma vinnustofum þar sem unnið er með tækniuppbyggingu píanóleiks, túlkun, tónleikaundirbúning og sviðsframkomu.


SÆKJA UM

Námskeiðsgjald:  kr. 65.000
Afsláttarverð fyrir umsóknir sem berast fyrir 1. febrúar:  kr. 55.000 

Frestur til að skila umsóknum er 15. mars. Staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr greiðist fyrir 1. apríl. 
Veittur er 15% afsláttur ef sótt er um fyrir 1. febrúar. Staðfestingargjald greiðist fyrir 15. febrúar.
Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.


Kennarar

Fiðla

Ari Þór Vilhjálmsson, leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki
Chrissie Guðmundsdóttir, Nýi tónlistarskólinn, Tónlistarskóli Rangæinga
Greta Salóme Stefánsdóttir, söngkona, tónskáld og fiðluleikari
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, Allegro Suzukitónlistarskólinn
Helga Steinunn Torfadóttir, Allegro Suzukitónlistarskólinn
Lilja Hjaltadóttir, Allegro Suzukitónlistarskólinn
Lin Wei, Sinfóníuhljómsveit Íslands og listrænn stjórnandi Akademíunnar
Margrét Kristjánsdóttir, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Selló

Sigurgeir Agnarsson, Tónlistarskólinn í Reykjavík 

Píanó 

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, listrænn stjórnandi Reykjavík Classics Harpa
Svana Víkingsdóttir, Tónlistarskólinn í Reykjavík

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin2    lin-yao