Námskeiðið er ætlað áhugasömum tónlistarnemum á aldrinum 8-14 ára sem eru að ljúka grunnnámi eða eru komnir áleiðis í miðnámi. Mælst er til þess að foreldrar komi með á viðburði og séu barni sínu til halds og trausts á námskeiðinu eftir þörfum.

Námskeiðslýsing

  • 3 einkatímar (30 mín)
  • 6 hóptímar
  • spunanámskeið
  • masterklass 
  • æfing með undirleikara
  • sólóverk og/eða kammerverk leikið á tónleikum
  • strengjasveit

Í yngri deild fá nemendur daglega hópkennslu í tæknitímum, einkatíma, strengjasveit og masterklassa. Sumir masterklassar verða kenndir af gestakennurum úr eldri deild og farið verður í heimsókn í masterklassa eldri deildar. Í lok námskeiðs verða leikin sóló- og kammeratriði á tónleikum auk þess sem allir þátttakendur koma fram á lokatónleikunum í Hörpu. 


SÆKJA UM

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars.  Tökum enn við nýjum umsóknum, einkum á víólu og selló. 
Veittur er 10.000 króna afsláttur ef sótt er um fyrir 28. febrúar. 

Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Námskeiðsgjald:  kr. 65.000
Afsláttarverð:  kr. 55.000 

Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr.

 

Styrkir í boði til að taka þátt í Atlanta Festival Academy 2019!

Í samvinnu við Atlanta Festival Academy stendur fjórum þátttakendum Akademíunnar sem leika á strengjahljóðfæri til boða að sækja námskeiðið Atlanta Festival Academy í Bandaríkjunum sumarið 2019 með fullan styrk fyrir námskeiðsgjöldum. Valið er úr þátttakendum með hliðsjón af innsendum upptökum. Þátttakendur greiða fargjald og uppihald sjálfir en aldursbil þátttakenda á námskeiðinu er 10-23 ára. Hakið við í þar til gerðan reit á umsóknareyðublaði ef sótt er um að fara til Atlanta.


LEIÐBEINENDUR

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir