Námskeiðið er ætlað áhugasömum tónlistarnemum á aldrinum 8-14 ára sem eru að ljúka grunnnámi eða eru komnir áleiðis í miðnámi. Mælst er til þess að foreldrar komi með á viðburði og séu barni sínu til halds og trausts á námskeiðinu eftir þörfum.

Námskeiðslýsing

  • 3 einkatímar (30 mín)
  • 6 hóptímar
  • spunanámskeið
  • masterklass 
  • æfing með undirleikara
  • sólóverk og/eða kammerverk leikið á tónleikum
  • strengjasveit

Í yngri deild fá nemendur daglega hópkennslu í tæknitímum, einkatíma, strengjasveit og masterklassa. Sumir masterklassar verða kenndir af gestakennurum úr eldri deild og farið verður í heimsókn í masterklassa eldri deildar. Í lok námskeiðs verða leikin sóló- og kammeratriði á tónleikum auk þess sem allir þátttakendur koma fram á lokatónleikunum í Hörpu. 


SÆKJA UM

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars. 
Veittur er 10.000 króna afsláttur ef sótt er um fyrir 28. febrúar. Frestur framlengdur til miðnættis sunnudaginn 3. mars.
Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Námskeiðsgjald:  kr. 65.000
Afsláttarverð:  kr. 55.000 

Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr.

 

Styrkir í boði til að taka þátt í Atlanta Festival Academy 2019!

Í samvinnu við Atlanta Festival Academy stendur fjórum þátttakendum Akademíunnar sem leika á strengjahljóðfæri til boða að sækja námskeiðið Atlanta Festival Academy í Bandaríkjunum sumarið 2019 með fullan styrk fyrir námskeiðsgjöldum. Valið er úr þátttakendum með hliðsjón af innsendum upptökum. Þátttakendur greiða fargjald og uppihald sjálfir en aldursbil þátttakenda á námskeiðinu er 10-23 ára. Hakið við í þar til gerðan reit á umsóknareyðublaði ef sótt er um að fara til Atlanta.


LEIÐBEINENDUR

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir